<$BlogRSDURL$>
Lifun-projectið
miðvikudagur, október 20, 2004
 
Síðustu tvo mánuði hef ég lagt alla vinnu í sambandi við söngleikinn á hilluna í þeim tilgangi að gá hvort textinn gæti alveg virkað þegar hann væri lesinn aftur. Ég held að ég hefji endurskrifin einhvern tímann um miðjan október, eða stefni á það a.m.k. Síðan veltur þetta auðvitað allt á því hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvort að mér takist annað hvort að vinna kosningar fyrir leiklistarráðið í MH eða að ég sæki um að fá að vinna þetta í sumar gegnum skapandi sumarstörf, en mér líst verr á þann kost þar sem fylgir honum meiri áhætta, þó að reynslan verði tvímælalaust meiri.

En burt séð frá því, mér datt í hug að líta á næsta lag þar sem ég hef ekki gert það í nokkuð langan tíma. Það lag er örugglega uppáhaldslagið mitt á plötunni og ber nafnið Am I really livin'?. Kíkjum aðeins á textann:

Lookin' in a mirror of my destination,
see myself reflected in a masturbation,
out in the sea of doubt and insecurity.

Facin' my flag in years of selfdestruction,
it don't seem so far away to the take out station,
people explodin' into different directions.

Am I really livin'
or am I just dyin'?

Livin' is strange in hills of much confusion,
messed up life in a messed up situation
like a trip in a jungle of no communication.

A shadow in the night, with no expectation,
leavin' in the mornin', the fields of no solution
headin' for an unknown station.

Am I really livin'
or am I just dyin'?

Connection. I can't feel no connection


©Gunnar Þórðarson - Rúnar Júlíusson

Þetta er lag meðvitundarinnar. Þetta er síðasta viðvörunarbjallan sem persónan fær áður en hún fer á niðurleið í átt að glötun. Það sorglega er að þó að hún fatti að þetta er rangt þá þorir manneskjan ekki að gera neitt við því vegna þess að hún hræðist breytingar, enda er það skiljanlegt vegna þess að það er erfitt að segja skilið við það sem maður þekkir og fara á vit óvissunar sem býður hættunni meira heim.
Skoðanir -[]
sunnudagur, september 05, 2004
 
Þetta er ekki nógu gott. Meira en mánuður síðan ég uppfærði. Fólk nennir ekkert að heimsækja síðuna ef það lítur alltaf út fyrir að hún sé að leggja upp laupana.

Ætli ég vindi mér ekki bara strax í næsta lag. Tangerine Girl heitir það og ég held mjög mikið upp á það. Einkar skemmmtilegur flösuþeytingsfílíngur og hvað eina. Ekta hippi.

Now I've got some sex appeal
Girl it's so good to be real, aha.
You make me feel so excited
How can you resist me girl?
Tangerine girl. Tangerine girl.

Why can't you be good to me?
Don't you know that love is free of charge?
Let's try to make it together.
It could be a groovy thing.
Tangerine girl. Tangerine girl.

I'm begging you sweet Tangerine girl
I want you to come into my world.
I'm begging you sweet Tangerine girl
You can be my own little pearl
Little Tangerine girl, sweet Tangerine girl
Tangerine girl.

Can't you see I'm a big boy now?
We can do it, I know how come on.
Don't makes this poor soul lonely.
Lonely only far from you.
Tangerine girl. Tangerine girl.

I'm begging you sweet Tangerine girl
I want you to come into my world.
I'm begging you sweet Tangerine girl
You can be my own little pearl
Little Tangerine girl, sweet Tangerine girl
Tangerine girl.

© Trúbrot

Er þetta ekki bara hið týbíska unglingahözzl? Hefur það eitthvað breyst? Markmiðið er nákvæmlega það sama þó að orðaröðin sé e.t.v. ekki alveg í samræmi við nútímann.

Eins og búist er við þá getur unglingurinn ekki almennilega ráðið við þá hormónasprengingu sem hann verður fyrir. Hitt kynið hefur verið upgötvað og nú skal það rannsakað enn frekar. Persónan í verkinu hefur tekið upp á því að segja skilið við sitt innra sjálf vegna þess að það hentar henni ekki þegar kemur að því að reyna að deita að einhverju viti. Þetta gæti reynst hættulegt vegna þess að þegar til lengri tíma er litið gæti það reynst erfitt að hverfa aftur í fyrra horf. Á endanum þekkir einstaklingurinn vart annað en grímuna sem hann hefur sett á sig. Þetta lag gæti verið litið á sem fyrsta skrefið í átt að glötun.

Boðskapurinn í verkinu, ástin, er auðvitað í fyrirrúmi. Reyndar kemur það í áþreifanlegu formi aðeins í einni setningu, en þetta er lykilmálsgreinin í laginu:

Don't you know that love is free of charge?

Í huga persónunnar er Losti = Ást. Hann hefur ekki upplifað ást frá öðrum en fjölskyldunni þannig að auðvitað sýnist þetta ruglandi og hann gleypir við gylliboðum. Textinn í næstu lögum skýrir betur frá þessu.
Skoðanir -[]
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
 
School Complex er eitt af mínum uppáhaldslögum á þessum disk, bæði hvað varðar boðskapinn og tónlistarlega séð. Hrátt hippablúsrokk með sínum skerf af flösuþeytingi. Hinir íslensku Deep Purple. Yfir heildina myndi ég nú samt frekar líkja þeim við Pink Floyd, en þetta lag minnir mig einhvernveginn alltaf á hina nýbökuðu djúpfjólubláu íslandsvini. En hér kemur textinn:

Mama come down and drive your schoolboy home.
The teacher's been driving me crazy all day long.
Take me home, take me home.
In school I don't belong, fly me mama on the night train floating upstream.

Talkin' so much without any meaning.
Tryin' so hard without any feeling.
Let me out, let me out.
I don't want to spend the rest og my life in this jail of confusion.

They're turning me into a robot day by day.
Soon I'll be a grown up head with nothing to say.
Set me free, let me be.
I just want to hear feel and see and bring out all the love there is.

© Trúbrot

Persónan er byrjuð að bregðast við áreitinu sem umhverfið skapar og kallar á mömmu sína til að hjálpa sér úr þessari klemmu. Trúbrot ákváðu að setja þetta í samhengi við skólann af mjög augljósum ástæðum. Skólinn er lykillinn í því að móta einstaklinginn í sama far og allir aðrir, til að hann verði best nýttur sem vinnuvél. Þetta er eitthvað sem hún sættir sig ekki við, óttast að verða innantóm og áttavilt („jail of confusion“), og get ekki tjáð sig neitt að viti („grown up head with nothing to say“).

Síðasta línan er örugglega mikilvægust í textanum. Í rauninni stutt útgáfa af boðskap þessa lags. Persónan vill vera mannleg í friði, geta séð allt frá sínum sjónarhóli, rækta tilfinningar sínar á eðlilegan hátt og deila allri þeirri ást sem hún býr yfir. En samfélagið hefur engin not fyrir þannig og beinlínis neyðir skólastrákinn til að hlýða, taka ekki mark á neyðarópi hans.
Skoðanir -[]
föstudagur, júlí 30, 2004
 
Jahérna, ég hef alls ekki verið nógu duglegur við þetta. Verð að herða mig á. Það er annars það að frétta af mér að ég er að verða búinn með uppkastið og stefni ég á að nota septembermánuðinn í að endurskrifa og leiðrétta auk þess sem ég ætla að tryggja að ég megi sýna þetta, með því að tala við þá sem hafa höfundarréttinn að þessu öllu saman.

Ég er kominn allt of stutt í þessari lagayfirferð. Þið megið því búast við tíðari uppfærslum næstu daga, á meðan ég er ennþá í fríi:

To be grateful

I am just a happy little boy
and doing all the little things that I enjoy
while feeling
life is all around and that's my toy
and I'm living.

Walking in the sun I hear my
heart is singing
lovely tunes about the love that
I'm feeling
Floating all around in my mind
and I'm grateful

Thank you lord for all the things
that you have done for me
I hope I will be able to
bring out this feeling.

Looking at the flowers and the trees
while blooming
thinking 'bout the boys and girls like me
while feeling
how wonderful it is for you and me
to be living.


© M. Kjartansson

Þetta er í rauninni hrein yfirlýsing þess að sögupersónan skilur hvers vegna hún lifir og er þess vegna ánægð með það. Þó að það sé ekki hægt að binda algjörlega í orð hvers vegna þessir hlutir vekja hamingju, gera þeir það nú samt. Aftur er ástarinnar getið, sem uppspretta hamingjunnar. Hér er það þó meira. Persónan er greinilega á þeim aldri að hún skilur í fyrsta skiptið hvað hún er heppin að lifa, sem fylgir ákveðin auðmýkt. Á þessu stigi vekur allt veraldlegt hamingju hjá henni.
Skoðanir -[]
föstudagur, júlí 09, 2004
 
Jáhhá, heldur langt síðan ég uppfærði síðast, verð að taka mig á.

Ætli það sé ekki best að ég taki upp þráðin síðan síðast og dembi mér beint í að rýna næsta lag. Og það mun vera Hush-A-Bye:

Little one, your eyes are shining
so full of tenderness, innosence
your heart seems full of joy.
When you grow up to be older
in this cold and lonely crowded world
my love will keep you warm.

Dream on little one.
Lord please give him strength to carry on
to be someone who will give all
a sparkle to make the light of love.

And if you succed in leading
the soul within your love
to its very home
then you have served the highest cause
and so a new way will be born
for every one to follow.

Dream on little one.
Lord please give him strength to carry on
to be someone who will give all
a sparkle to make the light of love.

© (G. Þórðarson - Trúbrot)

Ég játa það að ég upplifi þetta allt öðruvísi núna heldur en fyrst. Alltaf skilur maður hlutina betur of betur :P

Þetta er greinilega óður móðurinnar til nýgetins barns, óskir hennar um hvað það ætti að gera til að öðlast hamingju, þó að ég skynja örlítinn Jesúfílíng í þessu. Sú hugleiðing að sá sem hefur allt á hreinu geti sýnt öðrum hvernig þeir eiga að finna sig, sem er að ég held eina leiðin til samhljóms í heiminum.

Besta leiðin til að fá hljóð í hóp er að hafa sjálfur hljóð og gefa hljóðlaust merki um að biðja alla um hljóð. Skátarnir þekkja þetta vel og er þeirra merki uppreistur handleggur með höndina í hnefa. Þegar fólk tekur eftir þessu tekur það upp á því sama um leið og það þagnar og að lokum er komið hljóð í salinn. Einfalt, tekur stuttan tíma og er áhrifaríkara en að öskra til að biðja um hljóð.

Það sama er örugglega hægt að segja um ástina. Ástin smitar frá sér á nákvæmlega sama hátt. Þetta hafa Trúbrot vitað og notfært sér sem hornstein þessa verks. Og þessi hornsteinn kemur okkur af stað í hugleiðingu um tilgang lífsins (tékkið á 2.erindi lagsins).
Skoðanir -[]
sunnudagur, júní 06, 2004
 
Ok, ég ætla að fara að ráðleggingum þeirra sem svöruðu síðasta pistli og veita ykkur örlítið innsæi í þetta verkefni. Ég held að pælingin, a.m.k. til að byrja með, sé að fara nánar út í textann. Textarnir sem ég sýni hér verða á upprunalegu málinu, ensku, vegna þess að þar er upprunalega hugsunin í tærustu mynd.

Hins vegar verð ég að flytja ykkur þær fréttir að ég fer til þýskalands á þriðjudaginn þannig að ég get örugglega ekki uppfært mjög oft. Ég vildi bara koma með einn texta áður en ég færi.

Allavega, fyrsti textinn er 1.Forleikur (Margföld er lifun er lifum við ein)

Life constantly repeats itself
but where does it begin?
Where does it end?
In the subconcious of your mind
you probably understand
but in the haze of your awareness
you think you have the answer in your hand.
The belief in death is sometimes stronger than in life
but if you believed that much in life
what would that do for you?


© (G. Jökull - Trúbrot)


Þetta, eins og ég skil þetta, er hreinn og beinn boðskapur verksins eins og hann leggur sig. Þessi kaldi sannleikur að þrátt fyrir fjölda kynslóða sem lifa á þessari jörð, fellur lifunin alltaf í sama farið. Við pælum alltaf í því sama, leitum alltaf að tilgangi lífsins en vitneskjan verður aldrei það mikil að næstu kynslóðir geta haldið áfram með hana að einhverju viti. Samt skiljum við hvers vegna við lifum innst inni. Þess vegna lifum við ennþá. En það er þetta vandamál að geta tjáð þennan skilning. Og hvað gagnast það manni að fá skilninginn á lífinu upp á yfirborðið?
Skoðanir -[]
fimmtudagur, júní 03, 2004
 
Ég var rétt að pæla í nokkru en ég kemst ekki að almennilegri niðurstöðu vegna augljósra ástæða, en...

Hvað viljiði fá að vita helst af því sem er að gerast í þessu verkefni mínu? Eitthvað sérstakt sem þið viljið að ég segi frá hverju sinni? Mér finnst uppfærslurnar eitthvað svo tilgangslausar því að ég get (vil?) ekki sýnt ykkur þetta strax....Það væri reyndar soldið fáránlegt að vita alveg í smáatriði um hvað þetta fjallar.

En er það eitthvað annað sem ykkur gæti þótt áhugavert?
Skoðanir -[]
mánudagur, maí 31, 2004
 
Jæja. Ég var núna rétt í þessu að senda inn 5.-7. atriði af handritinu inn á Rithringinn. Inniheldur sá hluti lögin Bláberjafljóð, Er ég þá á lífi?, Forleikur II og Að bregðast við köllun.

Eins og málin standa núna verður þessi söngleikur ekki í fullri lengd, a.m.k. miðað við hvernig uppkastið er. Ég ætla að reyna að lengja atriðin í endurskriftinni....hef nægan tíma til þess :)
Skoðanir -[]
fimmtudagur, maí 27, 2004
 
Ákvað að uppfæra til að halda lífi í bloggið ;)

Ég er núna að skrifa fimmta atriðið sem inniheldur lögin Bláberjafljóð og Er ég þá á lífi? (Tangerine Girl og Am I really living?). Þetta verður nokkuð stórt atriði vegna þess hversu mikilvægt ég tel það vera.

Pælingin að setja þetta upp þegar ég kem í framhaldsskóla sækir oftar og oftar að mér. Það væri vissulega auðveldara auk þess sem að ég fengi hjálp hjá einhverjum reyndari en ég. Í rauninni er það alls ekki fráleit hugmynd. Það er nefnilega alls ekkert víst að mér tækist að setja þetta upp á eigin spýtur. Að minnsta kosti væri það auðveldara ef þetta væri gert innan skólaveggjana fremur en utan. Þó felur það í sér þann ókost að ég hef kannski ekki eins mikla stjórn á þessu.

Þannig að:

a)Ef ég ákveð að gera þetta sumarið 2005 þá eru kostirnir þeir (ef umsóknin til Hins Hússins verður samþykkt) að ég mun þá sýna þetta á Menningarnótt, að mér skilst. Fullt af fólki sem færi að sjá þetta. Hins vegar væru meiiri líkur á að þetta myndi floppa vegna þess að skipulagið á hópnum væri e.t.v. ekki upp á það besta. En hver veit? Allt getur gerst.

b)Ef ég hins vegar ákveð að sýna þetta með leikfélagi skólans (sem verður líkast til í MH) mun þetta vera í öruggari höndum hvað skipulag varðar. Miðað við hvernig mér gengur með að skrifa þetta þá væri ég ekki undir neinni tímapressu að klára handritið (klára það eflaust í sumar og ætla að nota haustið í að endurskrifa það). Hins vegar þyrfti ég líkast til að gefa frá mér allt sem kemur við að skipuleggja sem ég hefði viljað taka þátt í að einhverju leyti. En ég get svosum lifað við það.

Annars þarf ég líka að fara að drífa mig í því að tala við alla eftirlifandi meðlimina í Trúbrot til að fá blessun þeirra yfir þessu. Það myndi alls ekki saka.
Skoðanir -[]
þriðjudagur, maí 18, 2004
 
Ég er núna búinn að skrifa fyrsta uppkast af fyrstu fjórum atriðunum í handritinu og sendi ég það inn á þann frábæra vef rithringur.is. Þið getið þó ekki lesið þetta þó að þið séuð skráðir inn á vefinn nema þið eruð svo heppin að vera einir af þeim sem eru í "Pressuhópnum" :P

Nú bíð ég bara og sé hvernig þetta leggst í þessa aðila.
Skoðanir -[]
þriðjudagur, maí 11, 2004
 
Ég er loksins búinn að leggja lokahönd mjög hráa skipulagningu á hvernig söngleikurinn verður. Ég á ennþá eftir að ákveða nöfn persónanna og og fínpússa hvernig ég hefði hugsað mér að koma boðskapnum til skila í hverju atriði en að öðru leyti þá er fyrsta stigi í þessu projecti nokkurn veginn lokið :D Hef hugsað mér að reyna eitthvað við gerð handritsins á næstu dögum....við verðum bara að bíða og sjá hvernig til tekst með að redda tíma.
Skoðanir -[]
mánudagur, maí 03, 2004
 
Hmm.......hér hef ég ekki uppfært lengi.

Staðan á þessu núna er sú að ég á fjórðung eftir af uppsetningunni e þar sem ég er að taka samræmd próf þessa dagana verð ég að fresta þessu dæmi lítillega....uppfæri fljótlega eftir að törnin e búin ;)

Sumarið verður málið :D
Skoðanir -[]
sunnudagur, apríl 18, 2004
 
Nú er ég rúmlega hálfnaður með að kortleggja söngleikinn, þ.e. um hvað hvert atriði á að fjalla í samræmi við lögin og hvernig það passar við heildarmyndina svo að boðskapurinn allur saman passar við.

Ég er í smá stoppi á laginu What we believe in því ég verð að hugsa mjög vel útí það hvernig það á að gerast vegna þess að eftir það fellur persónan í gryfju tilbreytingaleysis..........ég verð einhvernveginn að geta tjáð það hvað gerðist sem fékk hann til að fara þessa braut, hvernig ég get túlkað það með þeim listarfyrirbærum sem til eru.......erfitt stöff sem ég hef tekið að mér. *andvarp*

Rosalega hlakka ég til þegar ég fatta hvernig ég á að fara að þessu. Sú tilfinning ein og sér er þess virði að halda þessu áfram. Auðvitað eru margir aðrir góðir punktar við að leggja þetta á sig......en vá hvað þetta er erfitt!
Skoðanir -[]
föstudagur, apríl 16, 2004
 
Komiði sæl.

Tumi heiti ég, fyrir ykkur sem sáuð þennan link annarsstaðar en á hinu blogginu mínu.

Þessi síða verður ekki uppfærð eins oft og sú sem hlekkurinn vísar til enda mun þetta ganga heldur hæglega til að byrja með. Þó megiði eiga von á uppfærslum með góðu millibili.

Í dag er merkisdagur í lífi mínu, því ég hef tekið ákvörðun um að byrja loksins á handriti fyrir söngleik nokkurn, er kallast mun Lifun, byggðan á hljómplötu nefnda sama nafni sem Trúbrot tóku upp á sínum tíma. Ég hef haft þessa hugmynd í kollinum í þónokkurn tíma, kannski hálft ár eða svo, en ég þorði ekki almennileg að byrja því hugmyndin var svo óljós þá. En eins og Andri Snær Magnason segir í bókinni sinni LoveStar (nota bene ekki orðrétt): Við erum þrælar okkar eigin hugmynda.

Þessi hugmynd hefur grátbeðið um að vera framkvæmd og ætla ég núna að láta eftir.Ég hyggst eyða mestu af sumrinu til að skrifa handritið.....vona að það sé nóg. Síðan má fara að pæla í framhaldinu. Ef þið hafið einhverjar uppástungur, endilega tjáið skoðun ykkar neðst á eftir hverjum pistli.

Kannski ég segi frá því hvað olli því að mig langaði að takast á við svo krefjandi verkefni:

Ég valdi mér tónlistarsögu sem eitt af valfögum fyrir 10.bekk Hagaskóla. Ég sé alls ekki eftir því núna því nú er hippatímabilið mér miklu nær hvað tíðaranda og tónlist varðar. Eitt sinn kynnti kennarinn okkar í því fagi, Ómar Örn Magnússon, okkur fyrir súpergrúppunni Trúbrot, sem gróflega má segja að hafi verið samruni tveggja fremstu hljómsveita þess tíma, Hljómar og Flowers. Platan sem þeir eru frægastir fyrir og var að mig minnir valin plata #5 af plötum aldarinnar hér á Íslandi, spilaði hann í heild sinni fyrir mig og samnemendur mína í þessu fagi.

Ég man hvað ég furðaði mig á þv þegar ég uppgötvaði að lagið "To be grateful" hafði verið íslenskt. Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Íslendingar höfðu aldrei gert lag sem gæti þess vegna orðið vinsælt á heimsmælikvarða, hvað þá plötu. Mér fannst ég hafa það á tilfinningunni hvaða tónlist væri íslensk og hvaða tónlist væri það ekki. Þessi plata afsannaði það fyrir mér.

Álit mitt á plötunni batnaði því lengra sem leið á hana og dáðist ég að því hversu góður hljóðfæraleikurinn var, enda voru samankomnir bestu hljóðfæraleikarar Íslands í eina hljómsveit.

Þetta var, í sem stystu máli, ást við fyrstu hlustun.

En nóg með það. Við kláruðum að hlusta á plötuna og lífið gekk sinn vanagang. Þar til ég rakst á þessa plötu í bókasafninu og gat ekki staðist það að taka hana á leigu, enda var það svo ódýrt, 50 skitnar krónur! Og núna hefur gjaldið verið lagt niður. En sú gleði að bókasöfn eru til.

Ég hlustaði margoft á hana á meðan ég hafði hana innan greipar. Að sjálfsögðu setti ég hana í tölvuna svo ég gæti hlustað á hana eftir að skiladagurinn rynni upp. Eins og gerist þegar maður hlustar á svona tónverk eins og Lifun, þá fór ég að skilja plötuna betur, sá hvað tengdi öll lögin saman og gerði verkið að þeirri heild sem hún er. Á þessum tíma var ég nýbyrjaður að skrifa mér til sköpunargleðis. Ég játa það að ég er ennþá byrjandi og kannski var það þess vegna sem ég þorði ekki að fara útí svo flókið fyrirbæri og að semja söngleik í kringum tónlistina. Ég var ennþá í því að skrifa litlar smásögur, meingallaðar eins og eðlilegt er hjá byrjendum. En í allan þann tíma sem ég hugsaði um að gera þetta, hugsaði ég útí hvernig ég ætlaði að setja þetta upp. Og eftir margra mánaða pælingar, er ég kominn með nokkuð skýra hugmynd um hvað þetta á að fjalla.

Ég treysti mér þó ekki til að deila því með ykkur strax.

Það eina sem ég get mælt með, ef áhuginn er fyrir hendi, að hlusta á plötuna.

Tumi
Skoðanir -[]

Powered by Blogger